Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, verður ekki með liðinu í næstu umferð gegn Liverpool.
Fernandes er einn allra mikilvægasti leikmaður United og ber þá einnig fyrirliðaband liðsins.
Fernandes fékk gult spjald í leik gegn Bournemouth í dag en hans lið tapaði þeim leik harkalega, 0-3 á heimavelli.
Portúgalinn hefur fengið of mörg gul spjöld og fer því í eins leiks bann og verður ekki til taks í leiknum við Liverpool.