Bakvörðurinn Kristinn Jónsson er mættur í Breiðablik en þetta staðfesti félagið nú í kvöld.
Kristinn hefur lengi verið einn besti bakvörður efstu deildar á Íslandi en hann kemur til Blika eftir dvöl hjá KR.
Hann er uppalinn hjá Blikum og lék sinn fyrsta aðalliðsleik árið 2007 og vann þá Íslandsmeistaratitilinn með félaginu 2010.
Undanfarin fimm ár hefur Kristinn leikið með KR og var mikilvægur leikmaður þar en varð samningslaus í sumar.
Kristinn spilar í hægri bakverði og á þá einnig að baki átta landsleiki fyrir Ísland.