fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

England: Salah lagði upp og skoraði í tæpum sigri Liverpool

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. desember 2023 14:33

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Palace 1 – 2 Liverpool
1-0 Jean-Philippe Mateta(’57, víti)
1-1 Mohamed Salah(’76)
1-2 Harvey Elliott(’91)

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Liverpool heimsótti þá Crystal Palace.

Palace byrjaði þennan leik gríðarlega vel og komst yfir á 57. mínútu er Jean-Philippe Mateta skoraði.

Mateta gerði mark sitt úr vítaspyrnu og var útlitið lengi vel bjart fyrir heimamenn, þar til Andre Ayew skemmdi partíið.

Ayew fékk að líta rautt spjald á 75. mínútu en hann fékk þar sitt annað gula spjald og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir heimamenn.

Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool á 76. mínútu og lagði svo upp annað í uppbótartíma.

Salah lagði upp mark fyrir Harvey Elliott sem hafði komið inná sem varamaður og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur