Það má búast við heimasigri á Old Trafford í dag er Manchester United spilar við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
Man Utd kemur heitt til leiks eftir flottan sigur á Chelsea í síðustu umferð og virðist vera á mikilli uppleið eftir erfiða byrjun.
Það má þó alls ekki vanmeta Bournemouth sem hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og þá gert eitt jafntefli.
Hér má sjá byrjunarliðin í Manchester.
Manchester United: Onana, Dalot, Maguire, Shaw, Reguilon, Amrabat, McTominay, Fernandes, Antony, Garnacho, Martial.
Bournemouth: Neto, Smith, Zabarnyi, Senesi, Kerkez, Cook, Christie, Kluivert, Tavernier, Semenyo, Solanke.