Ein mesta goðsögn í sögu ítalskrar knattspyrnu gæti lagt skóna á hilluna eftir leik sem fer fram í dag.
Um er að ræða leik LAFC og Colombus Crew í Bandaríkjunum en leikið er í MLS bikarnum þar í landi.
Georigio Chiellini, fyrrum leikmaður Juventus og ítalska landsliðsins, hefur gefið sterklega í skyn að hann sé að kveðja eftir þann leik.
Chiellini er 39 ára gamall og leikur með LAFC en neitaði þó að staðfesta fregnirnar að fullu.
,,Ég þarf að skilja hvað ég vil, hjartað eða lappirnar, það er margt sem spilar inn í. Þetta gæti verið minn síðasti leikur,“ sagði Chiellini.
,,Ég þarf að ræða við fjölskylduna og við skoðum hvað við viljum gera. Ég verð þó áfram í Los Angeles þar til í júní.“
Chiellini var um tíma einn besti varnarmaður heims og hefur spilað yfir 700 leiki á sínum ferli sem leikmaður.