Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, er sagður vonast eftir því að fá annað tækifæri með aðalliði félagsins.
Sky Sports í Þýskalandi greinir frá en samband Sancho og stjóra Man Utd, Erik ten Hag, er ekki gott.
Sancho hefur ekki spilað fyrir enska stórliðið í dágóðan tíma en hann var gagnrýndur af Ten Hag opinberlega og svaraði svo fyrir sig.
Ten Hag tók ekki vel í það svar Sancho og eftir ummælin hefur leikmaðurinn ekki komið við sögu í einum leik.
Sancho er orðaður við endurkomu til Borussia Dortmund en hann ku sjálfur vera að vonast eftir öðru tækifæri á Old Trafford.
Sky segir að Sancho sé ekki búinn að segja Ten Hag frá því en gæti að lokum fundið kjarkinn og rætt við hollenska stjórann.