Það eru fáir í ensku úrvalsdeildinni sem eru verri en stórstjarnan Marcus Rashford þegar lið hans, Manchester United, er ekki með boltann.
Þetta segir goðsögn enska félagsins, Mark Hughes, en hann viðurkennir á sama tíma að Rashford sé gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður.
Hughes er hins vegar ekki hrifnn af varnarvinnu og vinnusemi Rashford sem kom inná sem varamaður gegn Chelsea í miðri viku.
Hughes telur að Rashford þurfi að leggja sig meira fram til að hjálpa sínu liði, eitthvað sem margir gætu mögulega tekið undir.
,,Rashford er með gríðarlega hæfileika og er einn sá besti í deildinni þegar kemur að því að taka leikmenn á,“ sagði Hughes.
,,Án boltans er hann hins vegar einn sá versti í deildinni. Hann þarf að laga þann eiginleika í sínum leik.“