fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Myndi labba til Sádi Arabíu fyrir sömu laun og golfarinn fær – ,,Augljóslega er það grín“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. desember 2023 16:00

Carlo Ancelotti og Florentino Perez / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur grínast með það að hann myndi labba til Sádi Arabíu fyrir sömu laun og golfarinn Jon Rahm er að fá þar í landi.

Rahm hefur skrifað undir samning í Sádi og er útlit fyrir að hann fái nú 450 milljónir punda í árslaun – um er að ræða einn besta golfara heims.

Ancelotti hefur áður verið orðaður við Sádi en líklegt er að hann taki við brasilíska landsliðinu eftir tímabilið.

Ancelotti hefur lengi verið einn fremsti þjálfari heims en hann fær ekki nærrum eins há laun og Rahm í dag.

,,Ég myndi labba þangað. Ég þarf ekki að fá neitt flug, ég skal labba,“ sagði Ancelotti með bros á vör.

,,Augljóslega er það grín en heimurinn er að breytast og mun halda áfram að breytast. John Rahm er mjög góður golfari en ég er enginn sérfræðingur. Hann virðist vera sá besti í heiminum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur