fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Átti að vera arftaki Alfreðs en stóðst engan veginn væntingar – Loksins að finna sig í dag

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. desember 2023 13:00

Ricardo Pepi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kannast margir við nafnið Ricardo Pepi en það er landsliðsmaður Bandaríkjanna og var um tíma leikmaður Augsburg í Þýskalandi.

Pepi kom til Augsburg frá FC Dallas árið 2019 og átti að verða arftaki Alfreðs Finnbogasonar sem var lengi markavél þýska liðsins.

Það gekk hins vegar ekkert hjá Pepi í Þýskalandi en hann skoraði ekki eitt mark í heilum 16 leikjum fyrir liðið.

Augsburg gafst að lokum upp á Pepi og lánaði hann til Groningen og var hann svo seldur til PSV Eindhoven.

Pepi er loksins að ná sér almennilega á strik en hann hefur nú gert sex mörk í 20 leikjum fyrir PSV þó að byrjunin þar hafi verið erfið.

Pepi hefur skorað sex mörk og lagt upp eitt á aðeins 239 mínútum en hann hefur oftar en ekki verið varamaður.

Um er að ræða aðeins 20 ára gamlan strák sem var talin gríðarleg vonarstjarna – hann hefur skorað 10 mörk í 22 landsleikjum fyrir Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur