Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona, er enn að gera frábæra hluti, 36 ára gamall.
Suarez verður 37 ára gamall í janúar en hann spilar í dag með Gremio sem er í efstu deild í Brasilíu.
Hann skoraði 17 mörk í efstu deild Brasilíu á tímabilinu og var valinn besti leikmaður tímabilsins og varð einnig markakóngur.
Suarez elskar fátt meira en að skora mörk og hefur samtals skorað 489 mörk á ferlinum í 800 leikjum.
Búist er við að Suarez sé að kveðja Gremio og muni í kjölfarið semja við Inter Miami í Bandaríkjunum.