fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Netverjar grípa í perlurnar yfir 41 árs manni sem kvartar yfr því að vera blankur, neitar að vinna og lætur mömmu og pabba borga leiguna – „Ég er klár og fæddur leiðtogi“

Pressan
Föstudaginn 8. desember 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brint Davy er 41 árs og kemur frá Texas. Honum brá nýlega fyrir í þáttunum Caleb Hammer’s Financial Audit á YouTube.

Þar útskýrði Brint að hann væri búinn að koma sér í gífurlegar skuldir sökum smálána. Engu að síður nái hann að skrapa saman peninga til að borga fyrir áskriftir á síður á borð við Netflix og OnlyFans.

Þetta er líklega ekki frásögum færandi, nema fyrir þær sakir að Brint hefur bæði neitað að losa sig við óþarfa útgjöld, á borð við áskrift af afþreyingu, sem og að fá sér vinnu til að losa sig undan skuldunum sínum.

En hvernig fer fullorðinn maður að því að skulda og eyða án þess að hafa nokkrar tekjur? Nú hann flytur aftur á hótel mömmu.

Brint er á sakaskrá eftir að hóta því að borða hjartað úr ríkisstjóra Texas. Brint segir enga alvöru hafa legið að baki hótuninni en engu að síður mætti fjölmennt lið lögreglu heim til hans og hann þurfti að verja tíma í fangelsi.

„Þetta hljómar verra en það var í raun og veru því í fyrsta lagi þá er ég ekki mannæta – ég borða ekki hjörtu úr fólki – en samt vildi ákæruvaldið draga mig fyrir dóm.“

Brint starfaði áður sem blaðamaður en eftir að hafa endað atvinnulaus hefur hann að eigin sögn ekki borið erindi sem erfiði í atvinnuleitinni. Hann fái ýmist þau svör að hann sé hreinlega of hæfur fyrir starf, eða þá að vinnuveitandi komist að því að Brint er með flekkað mannorð.

„Sparnaðurinn er farinn og ég er bara aftur á framfæri foreldra minna. Þau borga leiguna mína, ég veit að það er ekki það besta í stöðunni en þau eru æði.“

Brint var þá spurður hvort hann skammaðist sín fyrir vera upp á foreldra sína kominn þá svaraði Brint að vissulega væri það ekki draumurinn. Foreldrar hans eru bæði á eftirlaunaaldri og eru að borga rúmlega 200 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir hann og hafa gert í sjö ár.

Brint segir að þrátt fyrir þetta þá neiti hann að sætta sig við vinnu sem honum finnst sér ekki boðinn. Hann er ekki tilbúinn að taka niður fyrir sig, því hann er sannfærður um að draumastarfið sé handan við hornið.

„Ég veit að einhver mun átta sig á því hvað ég er klár. Ég held að fólk óttist það að ef ég verð ráðin þá eigi ég eftir að verða yfirmaður strax, því þannig er ég bara. Ég er klár og fæddur leiðtogi.“

Áður en Brint lenti í þeirri stöðu sem hann er í dag átti hann auglýsingastofu og þénaði tugi milljóna á ári. Svo fór að halla undan fæti. Hann lenti í líkamsárás og svo brann leiguíbúð hans til kaldra kola. Þá hafi hann selt hlut sinn í auglýsingastofunni og byrjað að lifa á hagnaðinum. Svo hafi hann ánetjast fjárhættuspili og eftir það varð ekki aftur snúið og því fór sem fór.

Í dag á hann ekkert nema skuldir.

Segja má að netverjar hafi orðið óðir eftir þennan þátt. Þeir hreinlega urðuðu yfir Brint og sögðu að hann þyrfti að horfast í augu við raunveruleikann. Hann væri ekki það klár, og hann væri ekki sérstakur. Hvað þá að hann væri of góður til að taka að sér láglaunastarf á meðan hann kæmi sér upp úr skuldum.

DailyMail greinir frá 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar