Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er viss um að Marcus Rashford muni finna sitt gamla form þrátt fyrir afleitt tímabil það sem af er.
Rashford átti frábært síðasta tímabil en hefur ekkert getað það sem af er þessu.
Ten Hag skellti sóknarmanninum á bekkinn í síðasta leik gegn Chelsea en hefur samt tröllatrú á honum.
„Ég mun ekki fara af þeirri skoðun minni að hann er frábær leikmaður,“ segir Ten Hag.
„Hann getur ekki spilað alla leiki. Hann er ekki á sama skriði og á síðustu leiktíð en ég er viss um að hann mun komast þangað á ný.“