Það er nokkuð ljóst að Kalvin Phillips er á förum frá Manchester City á næstunni.
Miðjumaðurinn gekk í raðir City frá Leeds fyrir síðasta tímabil en hefur engan veginn tekist að festa sig í sessi hjá þreföldu meisturunum. Er hann að keppa við Rodri um byrjunarliðssæti sem hefur reynst þrautinni þyngri.
Phillips er því á förum og hefur verið orðaður við nokkur félög innan Englands sem utan.
Pep Guardiola, stjóra City, finnst leitt að hafa ekki getað leyft Phillips að spila meira.
„Mér þykir leitt með ákvarðanirnar sem ég hef tekið í kringum hann og mínúturnar sem ég hef ekki gefið honum,“ segir hann.
„Ég á bara erfitt með að koma honum inn í liðið. Fyrirgefið, ég get ekki sýnt neina miskunn.“