Fyrrum landsliðsmaðurinn og nú landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það var farið í umræðu um enska boltann í þættinum. Arsenal er á toppi deildarinnar með 2 stiga forskot á Liverpool en meistarar Manchester City eru sex stigum frá toppnum.
„Endar þetta ekki alltaf með að City vinni?“ spurði Snorri, enda lið City ósjaldan frábært eftir áramót.
Bæði Snorri og Hrafnkell styðja hins vegar Liverpool og vona það besta.
„Liverpool þarf að halda út desember og það þarf alveg svona þrjá leikmenn í janúar ef þeir ætla að halda í við City og Arsenal,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan í heild er í spilaranum.