KSÍ verður rekið með verulegi tapi á þessu ári en rekstur sambandsins virðist í ójafnvægi miðað við fundargerð sambandsins.
Nokkrar ástæður eru sagðar vera fyrir þessu mikla tapi en þar á meðal er brottrekstur á Arnari Viðarssyni og ráðningin á Age Hareide talið upp.
Einnig er rætt um kostnað við að halda Laugardalsvelli gangandi fyrir Evrópuleiki Breiðabliks.
Úr fundargerð KSÍ:
Bryndís Einarsdóttir fjármálastjóri KSÍ fór yfir 9 mánaða uppgjör og spá um niðurstöðu ársins.
✓ Gert er ráð fyrir að sambandið verði rekið með verulegu tapi árið 2023, m.a. vegna árangurstengdra verkefna sem voru ekki í fjárhagsáætlun 202 (úrslitakeppni U19 karla og kvenna og aukaleikur um laust sæti á HM U20
kvenna í Kólumbíu), þjálfaraskipta A landsliðs karla og aukins kostnaðar við flug og uppihald A landsliða. Stjórnin ræddi ítarlega hvort hægt sé að draga úr rekstrartapinu með mótvægisaðgerðum á lokametrum ársins. Óvissa er um þann kostnað sem fellur á KSÍ til þess að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, en lagt hefur verið hart að stjórnvöldum að taka á sig þennan kostnað enda er bágborin vallaraðstaða ekki á ábyrgð KSÍ.