fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Furðar sig mjög á ákvörðun KSÍ og kemur með áhugaverðan punkt – „Það er bara verið að senda einhver skilaboð“

433
Laugardaginn 9. desember 2023 07:00

Vanda Sigurgeirsdóttir. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Fyrrum landsliðsmaðurinn og nú landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Íslenska kvennalandsliðið er á leið í umspil A-deildar Þjóðadeildarinnar í febrúar en ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli. KSÍ hefur ákveðið að fara með leikinn úr landi frekar en að spila á gervigrasvelli hér á landi.

„Ég er mjög ósammála þessu,“ sagði Hrafnkell um ákvörðun KSÍ.

Hann bendir á að landsliðsmenn hafi oft spilað á gervigrasi og að það geti hjálpað.

„Við eigum alltaf að spila hér á Íslandi. Sama þó það verði í hádeginu á föstudegi eða eitthvað. Bara fara með þetta á Hlíðarenda, Árbæinn eða eitthvað svoleiðis. Við munum alltaf hafa meira edge þar. Allar þessar stelpur hafa æft og spilað á gervigrasi í yngri flokkum.“

Helgi tók til máls.

„Er þetta ekki bara ákveðið prinsipp? Við ætlum ekki að spila landsleik á litlum gervigrasleikvangi á virkum degi á meðan það er bjart úti,“ sagði hann, en þó einhverjir vellir hér á landi séu löglegir eru flóðljósin það ekki og þyrfti að spila á meðan bjart er úti.

„Ég held að þetta sé pólitískt. Það er bara verið að senda einhver skilaboð,“ sagði Hrafnkell að lokum um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra
433Sport
Í gær

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
Hide picture