fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Dæmd til að vinna á skyndibitastað

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. desember 2023 12:30

Chipotle staður í Flórída -Wikimedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag einn fyrir skömmu var mikið að gera í útibúi skyndibitakeðjunnar Chipotle í Parma í Ohio ríki í Bandaríkjunum. Mannekla var á staðnum og starfsmaður staðarins, ung kona sem heitir Emily Russell, bjó til burrito, sem sett var í skál, fyrir kvenkyns viðskiptavin, Rosemary Hayne. Hayne var ekki ánægð með afraksturinn og krafðist þess að Russell myndi gera réttinn aftur. Það gerði hún en Hayne var enn ekki ánægð. Hún öskraði á Russell og henti réttinu í andlitið á henni.

Hayne var handtekin, ákærð og á endanum dæmd fyrir líkamsárás. Hún var dæmd í 180 daga fangelsi þar af 90 daga skilorðsbundna.

Hayne sýndi enga iðrun við dómsuppkvaðninguna og sagði að rétturinn hefði litið viðbjóðslega út.

Dómarinn, Timothy Gilligan, svaraði því til að hún yrði örugglega ekki ánægð með matinn sem hún myndi fá í fangelsinu. Hann sagði að svona hegðun væri ekki ásættanleg. Hayne væri ekki þátttakandi í raunveruleikaþætti.

Það leit út fyrir að þar með væri málinu lokið en Gilligan bauðst þá til að fjölga dögunum sem væru skilorðsbundir um 60. Það myndi hann gera af Hayne ynni í 60 daga, í 20 klukkustundir í viku, á skyndibitastað:

„Viltu vera í sporum Russell í tvo mánuði og læra hvernig fólk á að koma fram við aðra eða viltu sitja í fangelsi?“

„Ég vil vera í hennar sporum,“ svaraði Hayne.

Russell sagði vel sloppið fyrir Hayne að vinna á skyndibitastað í 20 klukkustundir á viku sjálf hefði hún unnið 65 klukkutíma á viku.

Russell sagði upp störfum eftir atvikið þar sem hún taldi Chipotle ekki hafa sýnt sér nægan stuðning. Hún var látin klára vaktina sína þennan dag og mæta aftur til vinnu daginn eftir.

Gilligan dómari sagðist hafa velt því fyrir sér af hverju skattgreiðendur ættu að greiða fyrir fangelsisvist Hayne í 90 daga fyrst það var tækifæri til staðar til kenna henni að hafa samkennd með öðrum.

Nowthis greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“