Phil Foden, 23 ára gamall leikmaður Manchester City er nú kominn með bílpróf. Hann hafði ekki nennt að taka prófið en ákvað að skella sér í það.
Foden hefur verið með bílstjóra sem hefur keyrt sér en núna getur hann farið að keyra sjálfur.
Foden birti mynd af þessu á Instagram en þar kom fram millinafn hans sem enginn vissi af.
Foden er meeð millinafnið Walter en hann hefur verið lykilmaður hjá City í mörg ár.
Foden þénar tugi milljóna í hverri viku og getur því farið að versla sér flotta bíla á næstunni.