Mikel Arteta, stjóri Arsenal kemur David Raya til varnar og segir að markvörðurinn hafi spilað frábærlega frá því að hann kom til félagsins.
Arsenal fékk Raya á láni frá Brentford í sumar og hefur hann eignað sér stöðu markvarðar hjá Arsenal.
Raya átti hræðilegan leik gegn Luton í vikunni þar sem hann gaf tvö mörk en Arteta styður sinn mann.
„Ef þú horfir á frammistöðu hans og hvað hann hefur afrekað frá því að hann þá er það virkilega vel gert,“ segir Arteta.
Arsenal ætlar sér að kaupa Raya í janúar en á meðan er Aaron Ramsdale ósáttur á bekknum.
„Ég er með þrjá frábæra markverði og er mjög sáttur.“