Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Birkir Már Sævarsson flytur ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar á næstunni. Hann veit ekki hvað hann gerir í fótboltanum.
Birkir segir að nokkrir hlutir á Íslandi fari í taugarnar á sér. „Það eru ákveðnir hlutir sem fara mikið í taugarnar á mér á Íslandi,“ segir Birkir í viðtali við Morgunblaðið.
Birkir kom heim úr atvinnumennsku árið 2018 en fjölskyldunni leið vel þegar hún bjó í Svíþjóð áður en hún kom heim.
„Veðrið er betra í Svíþjóð, sumarið er lengra og svo eru vextirnir og verðlagið hérna eitthvað sem fer mikið í taugarnar á mér.“
Birkir segir það pirrandi að horfa á vexti hækka og að launin fari í að borga af því.
„Vextirnir á lánunum voru komnir upp úr öllu valdi og það er pirrandi að sjá launin sín fara í einhverja bankastjóra í hverjum einasta mánuði.“
Birkir hefur ekki útilokað það að spila með Val í Bestu deildinni næsta sumar en skoðar nú kostina í Svíþjóð.