Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. Segir að það geti dregið til tíðinda þegar landrisið nálgast enn meira þá hæð sem það náð áður en kvikugangurinn myndaðist. Það gæti orðið eftir rúmlega viku.
Á miðvikudaginn varaði Veðurstofan við því að líkurnar á öðru kvikuhlaupi fari vaxandi og benti á að nýjustu gögn bendi til að innflæði kviku hafi líklega stöðvast í kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember. Því séu minni líkur á eldgosi yfir honum. Samt sem áður sé líklegt að sama atburðarás endurtaki sig og átti sér stað þegar kvikugangurinn myndaðist undir Grindavík.