Leiðtogarnir í leikmannahópi Manchester United fóru á fund Erik ten Hag á dögunum og kvörtuðu undan því að of mikið álag væri á þeim.
Fjallað er um málið í enskum blöðum í dag.
Segir að leikmenn United séu nokkuð óhressir með það hversu fáa frídaga þeir fá í því mikla álagi sem er á liðinu.
Ten Hag gefur leikmönnum vikuplan en leggur áherslu á það að plönin geti breyst ef úrslitin verða óhagstæð.
Ten Hag skildi það sem leikmennirnir voru að segja en lét þá vita að það þyrfti að leggja ýmislegt á sig til að vera leikmaður Manchester United.
Þessar fréttir koma í kjölfarið af fréttum um það að stór hópur leikmanna sé ósáttur með Ten Hag en hann segir það tóma þvælu.
🔴📰 | Ten Hag is understood to have fielded several complaints from members of the players’ leadership group in recent weeks over their workload, with particular gripes over the limited number of rest days they are given and the squad’s inability to plan their time off.#mufc’s… pic.twitter.com/SKINLUpIqJ
— UtdDistrict (@UtdDistrict) December 7, 2023