Joe Worrall fyrirliði Nottingham Forest má ekki lengur mæta á æfingar með liðinu en engar útskýringar hafa komið fram vegna þess.
Worrall skrifaði undir nýjan samning við Nottingham í september og því kemur þetta á óvart.
Steve Cooper er á barmi þess að verða rekinn úr starfi sem þjálfari en Worrall gæti fengið tækifæri aftur.
Worrall er 26 ára gamall en Scott McKenna samherji hans fær sömu meðferð og má ekki lengur mæta á æfingar.
Worrall og McKenna eru nú látnir mæta á æfingasvæðið þegar aðrir leikmenn eru farnir heim en ensk blöð segja hegðun ekki vera ástæðuna fyrir þessu.