Samkvæmt Independent eru nokkrar breytingar fyrirhugaðar hjá Manchester United og vill Erik ten Hag ráðast í þær næsta sumar.
Segir blaðið að Casemiro, Jadon Sancho og Raphael Varane verði allir seldir burt frá félaginu.
Varane komst ekki í leikmannahóp United í gær þegar liðið vann sigur á Chelsea. Jadon Sancho fær ekki að æfa með liðinu og fer að öllum líkindum í janúar.
Casemiro er meiddur en United er tilbúið að láta hann fara næsta sumar og sækja sér yngri leikmann.
Independent segir að Erik ten Hag hafi skipt um skoðun á tveimur leikmönnum, hann vildi ólmur selja Harry Maguire og Scott McTominay í sumar en þeir fóru ekkert.
Báðir hafa svo unnið sér inn í sæti byrjunarliði United og verið jafn bestu leikmenn liðsins á tímabilinu.