Kaup Manchester United á Andre Onana eru mestu vonbrigði tímabilsins á Englandi að mati Roy Keane fyrrum fyrirliða félagsins.
Onana var keyptur til United í sumar á tæpar 50 milljónir punda, Erik ten Hag ákvað að láta David de Gea fara.
Onana hefur verið afar mistækur á sínum fyrstu mánuðum og er langt komin með að kasta liðinu út úr Meistaradeildinni.
„Mestu vonbrigðin eru klárlega Andre Onana,“ segir Roy Keane um málið.
Hann telur þó að það hafi verið rétt ákvörðun að láta De Gea fara eftir tólf ár hjá félaginu.
„Það var rétt hjá félaginu að losa sig við De Gea en það er vont þegar þú færð inn mann sem er svo í veseni.“