Paul Heckingbottom var rekinn sem stjóri Sheffield United í vikunni og nú gæti annar stjóri verið rekinn.
Heckingbottom var sá fyrsti til að missa starf sitt eftir hörmungar gengi Sheffield United það sem af er leiktíð.
Enskir miðlar hafa fjallað af kappi um að Steve Cooper verði sá næsti til að missa starf sitt en hann er stjóri Nottingham Forest.
Eftir að hafa tekið við Forest á miðju þarsíðasta tímabili og komið því upp um deild og haldið því uppi í úrvalsdeildinni í vor hefur Forest nú aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum. Er liðið í sextánda sæti og í bullandi fallhættu.
Samkvæmt Football Insider telur Cooper sjálfur að hann verði rekinn og hefur hann tilkynnt vinum sínum um það.