Það er allavega líklegt að Sancho sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir United.
Það virðist sem svo að möguleikum Jadon Sancho um undankomuleið hafi fækkað um einn.
Sancho á í stríði við Erik ten Hag og fær ekki að koma nálægt aðalliði United.
Hann er því á öllum líkindum á förum og hafði Juventus verið eitt af þeim félögum sem hann hefur verið orðaður við.
Tuttosport á Ítalíu segir hins vegar að Juventus sé hætt við að fá hann þar sem Sancho er of dýr og vill félagið frekar reyna að fá Domenico Berardi frá Sassuolo.
Enn er Sancho orðaður við sitt gamla félag Dortmund, þaðan sem hann kom til United á 73 milljónir punda 2021, auk Sádi-Arabíu.
Það er allavega líklegt að Sancho sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir United.