Tottenham og Newcastle hafa mikinn áhuga á Samuel Iling-Junior hjá Juventus. Ítalski miðillinn Tutto Mercato segir frá.
Iling-Junior er tvítugur Englendingur sem er uppalinn hjá Chelsea en ákvað að reyna fyrir sér hjá ítalska risanum Juventus og fór þangað 2020.
Nú vill hann hins vegar fara að fá meiri spiltíma en hann er aukahlutverki hjá Juventus.
Iling-Junior vill ólmur snúa aftur til Englands og fylgjast Tottenham og Newcastle vel með kantmanninum.
Talið er að hann kosti um 20 milljónir evra.