fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Segir hættulega þróun hafa átt sér stað eftir að lögum um leigubílaakstur var breytt – „Annar þeirra reyndi ítrekað að kyssa mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona segir farir sínar ekki sléttar af tveimur leigubílstjórum sem hún segir að hvorugir hafi verið merktir leigubílastöð.

Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í samtali við DV að hættuleg þróun hafi átt sér stað eftir að skilyrði til að reka leigubíl hafi verið rýmkuð fyrir ári síðan.

Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt í loks árs 2022. Hagsmunasamtök leigubílsstjóra voru alfarið á móti breytingunum og mótmæltu því harðlega. Í viðtali við RÚV í desember í fyrra sagði Daníel Orri Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, að þetta myndi verða til þess að þjónusta verði óörugg og óáreiðanleg.

Sjá einnig: Lögreglan stöðvaði mótmæli leigubílstjóra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lofaði nýju lögin á sínum tíma.

Það virðist sem frumvarpið sé að draga dilk á eftir sér, eða svo er raunin að mati sumra. Í gær birti kona færslu í vinsæla Facebook-hópnum Beauty Tips, sem hefur yfir 39 þúsund fylgjendur, og lýsti slæmri upplifun af leigubílstjórum.

„Ég hef tvisvar lent í því að taka leigubíl heim og bílstjórinn vill fá símanúmerið mitt og annar þeirra reyndi að ítrekað að kyssa mig og vildi koma inn með mér. Ég bý ein en laug því að það væri einhver heima. Hvorugur bílinn var merktur leigubílastöð. Hefur einhver lent í þessu?“

Aðspurð hvernig hún hafi borgað fyrir ferðirnar sagði hún: „Sá sem var ágengari vildi ekki að ég borgaði […] [Þeir] voru samt með taxa merki og posa. Sá sem var minna ágengur sagði alltaf „city taxi“ þegar ég spurði ítrekað hvaða fyrirtæki hann væri að keyra fyrir.“  Hún endurtók að hvorug bifreiðin hafi verið merkt leigubílastöð.

„Eftir að leigubíllinn var gefin frjáls af Alþingi þá fjölgaði ómerktum bílum sem er ekki hægt að rekja og í raun allir geta keyrt. Þetta var sú leið sem fólkið vildi af því að það vildi fjölga leigubílunum og fá Uber eða annars konar samkeppni á markaðinn og í kjölfarið minnkaði eftirlitið,“ svaraði ein kona og ráðlagði öðrum að nýta sér leigubílastöðvar sem skrá allar ferðir.

Önnur kona sagði að með þessari nýju löggjöf væri „bókstaflega búið að setja okkur konur í meiri hættu á að lenda í kynferðislegri áreitni og jafnvel ofbeldi.“

„Ástandið hefur farið til hins verra“

Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í samtali við DV að honum þyki þetta hættuleg þróun, eins og í tilfelli konunnar þá geti hún ekki kvartað undan hegðun mannanna til leigubílastöðva, það er ekki hægt að rekja ferðirnar og finna út hver hafi verið við stýrið og tryggja að umræddir menn áreiti ekki aðrar konur.

„Þetta er mjög hættuleg þróun að það sé ekki hægt að ná í einn eða neinn, eða að fólk viti ekki nákvæmlega hvaða leigubílastöð sé um að ræða. Við bentum nú á það þegar við gáfum umsögn varðandi lögin að leigubílar yrðu settir á sérnúmeraplötur, sér á litinn, þannig það væri alltaf hægt að greina leigubíla frá öðrum og þá væri möguleiki að finna rétta aðila,“ segir hann og bætir við að allar ferðir hjá Hreyfli séu skráðar.

„Hvort sem þær eru teknar á götunni eða sendar í gegnum stöðina.“

Haraldur segir að nýja löggjöfin hafi haft fleiri neikvæðar breytingar í för með sér.  „Því miður hefur ástandið farið til hins verra eftir að þetta var gefið frjálst. Það eru til dæmis mjög oft rifrildi upp við Leifsstöð, ef farþegar vilja velja sér bíla eða eru í viðskiptum við einhverjar sérstakar stöðvar og ætla í þá bíla, þá kemur oft til átaka á milli þeirra sem eru fremstir í röðinni, eitthvað í þeim dúr,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy