Hlynur Freyr Karlsson hefur verið seldur frá Val til Haugesund í Noregi. Íslenska félagið staðfestir þetta.
Hinn 19 ára gamli Hlynur var frábær með Val í sumar eftir að hann kom frá Ítalíu síðasta vetur og nú fer hann í norska boltann.
„Hlynur er ekki bara frábær leikmaður heldur frábær manneskja sem við munum sakna mikið. Hann er hins vegar ungur að árum og á framtíðina fyrir sér. Hann þroskaðist mikið sem leikmaður hjá okkur í Val þar sem hann fékk stórt hlutverk og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann verður fljótt lykilmaður hjá Haugasund sem er mjög spennandi klúbbur. Við óskum Hlyni alls hins besta í framtíðinni,“ segir Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals.
Óskar Hrafn Þorvaldsson verður þjálfari Haugesund á næstu leiktíð en liðið bjargaði sér frá falli úr norsku úrvalsdeildinni á dögunum.