Frank Lampard er nokkuð óvænt orðaður við starf í Bandaríkjunum í The Athletic í dag.
Chelsea goðsögnin hefur áður stýrt Derby og Everton, auk Chelsea, á stjóraferli sínum en hann var síðast bráðabirgðastjóri þar síðasta vor. Hann stýrði Chelsea einnig frá 2019 til 2021.
Nú gæti hann verið að fá starfið hjá Charlotte FC í Bandaríkjunum en að sögn The Athletic er hann, ásamt Dean Smith, með þeim líklegri til að taka við starfinu.
Charlotte vill ráða stjóra í þessum mánuði og gæti frétta því verið að vænta.
Lampard hefur reynslu úr bandaríska fótboltanum en hann spilaði þar með New York City.