fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Lögmaður Íslands í Icesave-málinu fékk fálkaorðuna

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 15:26

Mynd: Facebook síða forseta Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því á Facebook-síðu embættis forseta Íslands að breski lögmaðurinn Tim Ward hafi í dag verið sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslenskra hagsmuna á alþjóðavettvangi. Ward fór fyrir lögmönnum Íslands í dómsmáli sem rekið var fyrir EFTA-dómstólnum en íslenska ríkið var þá ákært fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart EES-samningnum þegar kom að tryggingu innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Eins og kunnugt er dæmdi dómstóllinn Íslandi í vil og íslenska ríkið bar því ekki frekari ábyrgð á að standa straum af kostnaði við að greiða út innistæðurnar.

Haft er eftir Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, um Tim Ward, í færslunni á Facebook-síðu embættisins:

„Hann fór fyrir vaskri lögmannasveit sem varði málstað Íslands í Icesave-deilunni fyrir EFTA-dómstólnum. Fyrr á þessu ári var réttur áratugur liðinn frá því að dómur féll í því máli, Íslandi í vil. Fróðlegt var að ræða við Ward og aðra gesti á Bessastöðum um málið og margt sem því tengist. Tim Ward er sannkallaður Íslandsvinur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru
Fréttir
Í gær

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk
Fréttir
Í gær

JT Verk verður að JTV ehf.

JT Verk verður að JTV ehf.
Fréttir
Í gær

Vorfundur Rarik haldinn á Selfossi – „Hreyfum samfélagið til framtíðar“

Vorfundur Rarik haldinn á Selfossi – „Hreyfum samfélagið til framtíðar“
Fréttir
Í gær

Forstjóri Icelandair sendir yfirvöldum tóninn: „Þetta er alls ekki góð þróun”

Forstjóri Icelandair sendir yfirvöldum tóninn: „Þetta er alls ekki góð þróun”
Fréttir
Í gær

Grjót á Vesturlandi gefur vísbendingar um fall Rómarveldis – „Við vissum að þessir steinar væru eitthvað óvenjulegir“

Grjót á Vesturlandi gefur vísbendingar um fall Rómarveldis – „Við vissum að þessir steinar væru eitthvað óvenjulegir“
Fréttir
Í gær

Sagði lögmann ranglega hafa sagt hann vera samkynhneigðan

Sagði lögmann ranglega hafa sagt hann vera samkynhneigðan