fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Verk kvenna á uppboði

Kynning

Óvenju mörg verk eftir konur á 97. uppboði Gallerís Foldar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. febrúar 2016 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi mánudagskvöld, 22. febrúar, kl. 18 verður 97. uppboð Gallerís Foldar haldið að Rauðarárstíg 12-14. Að þessu sinni mun sýning á verkunum hefjast degi fyrr en venja hefur verið, eða fimmtudaginn 18. febrúar en verkin verða sýnd daglega fram að uppboði á opnunartíma Gallerísins og á myndlist.is.

Á uppboðinu verða boðin upp sérlega mörg eigulegt verk eftir margar af helstu listakonum Íslands á 20. öldinni en nokkuð óvenjulegt er að fá svo mörg verk kvenna, einkum frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar á eitt og sama uppboðið. „Það er sérstaklega gaman að vera að sýna öll þessi fínu verk nú á konudaginn,“ segir Jóhann Ágúst Hansen, listmunasali. „Sem dæmi má nefna þrjú verk eftir Kristínu Jónsdóttur, þar af eina vatnslitamynd frá Mývatni, afar fallega og svo tvö olíuverk; blómamynd og landslagsverk. Þá verður boðin upp virkilega fín abstrakt mynd eftir Nínu Tryggvadóttur og olíuverk eftir Louisu Matthíasdóttur. Þá hefur í annað sinn ratað á uppboð verk eftir Katrínu Friðriks,“ segir Jóhann og bendir á að ekki sé langt síðan annað verk úr sömu seríu og þetta var slegið á 2,6 milljónir á uppboði hjá

Á Þingvallavatni
Louisa Matthíasdóttir Á Þingvallavatni

Mynd: Johann Agust Hansen

Galleríinu. Það gerir ríflega þrjár milljónir með öllum gjöldum. Mikill áhugi er á verkum Katrínar sem sýnt hefur víða um heim. Jóhann nefnir einnig verk eftir Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur og segir það alltaf teljast til tíðinda þegar verk eftir hana rata á uppboð. Af nýrri verkum kvenna nefnir Jóhann olíumálverk frá Hótel Borg eftir Karólínu Lárusdóttur sem eru sívinsæl, verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur, tvö verk eftir Línu Rut, olíuverk eftir Gunnellu og Heklu Björk, auk skemmtilegrar myndar eftir Sigurborgu Stefánsdóttur.

Gott úrval samtímaverka

Jóhann segir að almennt megi segja að óvenjugott úrval sé af verkum ýmissa samtímalistamanna. Auk verka eftir áðurnefndar listakonur má nefna Sigtrygg Bjarna Baldvinsson, tvö mjög fín verk eftir Tryggva Ólafsson, sérlega góða mynd eftir Einar Hákonarson, verk eftir Pétur Gaut og Tolla og þrjú verk eftir Baltasar.

Af ýmsu fágæti sem verða boðin upp nú nefnir Jóhann prent eftir bæði Míró og Salvador Dalí, hvort um sig skemmtilegt og verk eftir nævistana Stórval og Sæmund Valdimarsson en ein af hinum frægu tréstyttum Sæmundar verður boðin upp. Þá verða boðnir upp þrír plattar eftir Einar Jónsson og glerverk eftir Leif Breiðfjörð.

Jóhannes S. Kjarval
Smalinn Jóhannes S. Kjarval

Mynd: Johann Agust Hansen

Kveðja frá Kjarval

Þegar talið berst að eldri kynslóð listamanna má nefna tvö áhugaverð geometrísk verk, annað eftir Hafstein Austmann, hitt eftir Jóhannes Jóhannsson. Jóhannes á einnig skemmtilega mynd af börnum að leik á uppboðinu.
Tvær myndir verða boðnar upp eftir Valtý Pétursson og þrjár eftir Gunnlaug Blöndal, portrettverk, landslagsverk og Þingvallamynd. Einnig eru þrjú verk eftir Jón Stefánsson; Við hafið, Öræfajökull og mynd af Heklu, allt olíuverk. Þrjú verk eftir Þórarinn B. Þorláksson verða boðin upp. Það fyrsta er af dóttur listamannsins, annað af bænum Saurbæ á Rauðasandi og svo mynd af Hrafnabjörgum. Þá er afar fína vatnslitamynd frá 1906 eftir Ásgrím Jónsson að finna á uppboðinu en hún er af Arnarstapa. Að venju verða einnig boðin upp nokkur verk eftir Kjarval, bæði olíuverk og teikningar. Síðasta verkið á uppboðinu er eftir hann og nefnist Smalinn og er að mörgu leyti sérstætt þótt það beri höfundi sínum glöggt vitni. Annað olíuverk er af Dyrfjöllum og er svipað verki er í Kjarvalsbókinni sem er frá 1921. Þessi verk bera það með sér að hafa verið máluð á svipuðum tíma. Eins eru Kjarvalsverk á pappír sem talin eru frá þriðja áratugnum á uppboðsskránni og einnig sérstætt sendibréf frá Kjarval. „Þetta er sérstaklega skemmtilegt bréf og á því er þessi fallega fuglsmynd. Til er mikið af krassi og kroti eftir Kjarval eins og nýleg sýning á Kjarvalsstöðum bar vitni um. Þessi er sérlega falleg og skemmtilegt dæmi um slíkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni