fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Skamma Norðurþing fyrir niðurskurð í refa og minkaveiði – Veiði í Laxá í hættu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. desember 2023 17:30

Minkurinn er ekki alls staðar vinsæll. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búnaðarfélag Norður-Þingeyinga hefur miklar áhyggjur af „hressilegum niðurskurði“ Norðurþings til refa og minkaveiði. Sauðfjárbændur verði fyrir búsifjum og ein frægasta laxveiðiá landsins sé í hættu.

Félagið sendi bréf til sveitarstjórnar Norðurþings þann 30. nóvember síðastliðinn. Er þar lýst miklum áhyggjum af breyttri stefnu Norðurþings varðandi meindýraeyðingu á svæðinu.

„Breytingin birtist í því að skorið er hressilega niður fjármagn sem rennur til málaflokksins sem gerir það að verkum að ekki eru fjármunir til til að sinna grenjavinnslu og veiðum á mink,“ segir í bréfinu.

Afleiðingarnar séu þær að ref og mink mun fjölga verulega í sveitarfélaginu með tilheyrandi afleiðingum. Það er að dýrbítar verði til með búsifjum fyrir sauðfjárbændur, að æðarvarp kunni að leggjast af á mörgum jörðum sem hafi verulegar tekjur af því, að veiði í ám og vötnum verði ógnað og að fuglalíf muni gjörbreytast þar sem meindýrin þurfi æti.

Tjón á alifuglum

Minnt er á að í Norðurþingi séu frægar náttúruperlur með miklu fuglalífi sem og að ein frægasta laxveiðiá landsins er innan marka sveitarfélagsins að hluta, það er Laxá í Aðaldal. Norðurþing hafi einnig tekjur af fasteignasköttum sem lagðir eru á hlunnindi jarða, svo sem æðarhlunnindi og veiði. Þessir skattstofnar rýrni ef hlunnindin verði að engu vegna óhóflegrar fjölgunar refs og minks.

Laxá í Aðaldal. Mynd/Landvernd

„Það hefur orðið vart við dýrbít á Melrakkasléttu á þessu ári. Einnig hefur minkur valdið tjóni alifuglum í Öxarfirði og Kelduhverfi,“ segir í bréfinu.

Er sveitarstjórn hvött til þess að endurskoða sínar ákvarðanir varðandi meindýraeyðingu betur og vera í fararbroddi á meðal sveitarfélaga við að halda eyðingunni í viðunandi horfi.

Flæða yfir í næstu sveitarfélög

Einnig er bent á að það sé mikilvægt að sveitarfélögin hafi samvinnu hvað varðar meindýraeyðingu. Afleitt sé að eitt sveitarfélag dragi lappirnar því þá fjölgi refum og minkum sem virði engin mörk sveitarfélaga og flæði yfir í þau næstu.

„Ríkisvaldið hefur því miður enn minni skilning á þessu máli heldur en sveitarfélögin og því lítilla fjármuna að vænta þaðan sérstaklega ef sveitarfélögin taka ekki alvarlega þá skyldu sína að sinna þessum málum með viðunandi hætti,“ segir í bréfinu.

Norðurþing hefur ákveðið að bjóða refa og minkaveiðimönnum og landeigendum á vinnufund um fyrirkomulag veiðinnar bráðlega. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir þá til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og gera tillögu að útfærslu veiðanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður