Dan Burn, varnarmaður Newcastle er bara með níu putta en hefur aldrei tjáð sig um hvers vegna það er.
Ensk blöð segja nú frá því að Burn hafi verið þrettán ára gamall þegar hann missti puttann.
Burn var þá að kliðra yfir girðingu þegar hringur sem hann var með á puttanum festist í vír á girðingunni.
Fingurinn á hægri hendi skarst af við það og hefur Burn síðan þá aðeins verið með níu fingur.
Fáir hafa tekið eftir þessu síðustu ár en eftir að Burn varð lykilmaður hjá Newcastle fór þetta að vekja mikla athygli.