fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Bjarni ósáttur og segir Kveiksþáttinn í gær hneyksli – „Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu“

Eyjan
Miðvikudaginn 6. desember 2023 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, er ekki ánægður með Ríkisútvarpið eftir þátt Kveiks í gær. Þar hafi verið stundaður áróður gegn íslensku krónunni, umfjöllunina skort jafnvægi, fagmennsku og yfirvegun. Sorglegt sé að sjá svona efni í boði í Ríkisútvarpinu.

Kveikur fjallaði um óstöðugleika íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þar var vikið að því að á þriðja hundrað íslensk félög hafi fengið leyfi til að semja ársreikning í erlendri mynt, og til þess að vaxtarkjör sem krónan hefur boðið landsmönnum upp á séu verri en það sem fyrirtæki geta tekið hjá erlendum bönkum. Fyrirtæki sem gera upp í erlendri mynt sleppa eins við gengisáhættu. Rætt var við hagfræðinga, m.a. Katrínu Ólafsdóttur doktor í hagfræði, sem sagði fyrirtæki sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum búa við annan veruleika en íslensk heimili. Þau notist við stöðugan gjaldmiðil.

Eins var rætt við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, sem sagði áðurnefnd fyrirtæki hafa flúið í skjól og komið sér undan sveiflum krónunnar.

Hálf sorglegt að bjóða upp á svona efni

Ekki var utanríkisráðherra hrifinn af efnistökum Kveiks að þessu sinni. Bjarni skrifar á Facebook:

„Kveiksþáttur Ríkisútvarpsins í kvöld snerist að uppistöðu til um gjaldmiðil þjóðarinnar. Þátturinn var samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi. Almennt einhverjum bestu lífskjörum á byggðu bóli. Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli, svo margt var slitið úr eðlilegu samhengi og röngu ljósi varpað á heildarmyndina.

Látið var að því liggja að það séu einhvers konar forréttindi þeirra sem hafa meginþorra sinn í annarri mynt að gera upp í þeirri sömu mynt. Síðan svona í hálfkæringi sagt að með því að þessi fyrirtæki væru með peninga í útlöndum væri hætta á að þeir kæmu aldrei heim. Þetta ætti t.d. við um sjávarútvegsfyrirtæki. Hverju sætir þetta?

Jón Daníelsson gerði vel í að útskýra fyrir þáttargerðarmanni að þetta væri alls ekki óeðlilegt, þótt mér þættu innskotin einkennilega klippt til eins og til að gera lítið með þessi sjónarmið. Það mátti ráða af þættinum að eftirsóknarvert væri að heimilin fengju að gera upp í erlendri mynt. Þar vantaði tilfinnanlega umræðu um gengisáhættu og upprifjun á því hvernig það endaði síðast þegar það var gert. Hafa menn ekkert lært, öllu gleymt?

Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.

Viðtöl við Katrínu Ólafsdóttur voru án samhengis við hina stóru efnahagslegu mynd. Gott hefði verið fyrir þáttarstjórnanda að nota tækifærið og spyrja Katrínu út í þá vinnu sem hún vann fyrir þjóðhagsráð um efnahagsmál og vinnumarkað. Nú eða ræða við Arnór Sighvatsson um hagkerfið, hagstjórnina og vinnumarkaðinn. Um þetta má lesa hér, tenglar á skjöl þeirra tveggja neðst:“

Vísar Bjarni svo til tilkynningar sem birtist á vef Stjórnarráðsins fyrir rúmu ári þar sem fjallað er um starfsemi Þjóðhagráðs á árinu 2022, en Þjóðhagráð hugaði að áframhaldinu stöðugleika á vinnumarkaði, ,lagði mat á árangur lífskjarasamninga sem og fleiri þætti sem verja kaupmátt og lífskjör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu