Margur stuðningsmaður Liverpool er sennilega búinn að gleyma Takumi Minamino enda gerði hann lítið sem ekkert fyrir félagið innan vallar.
Minamino var keyptur til Liverpool árið 2019 en fann sig aldrei og náði ekki að festa sig í sessi hjá Jurgen Klopp.
Sumarið 2022 var hann seldur til Monaco og þar hefur Japaninn geðugi svo sannarlega blómstrað.
Minamino hefur komið að níu mörkum í 13 umferðum í Ligue 1 í Frakklandi á þessu tímabili, hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp fjögur.
Þetta er sami fjöldi marka og hann kom að hjá Liverpool í þrjú ár. Monaco situr í þriðja sæti deildarinnar í Frakklandi og er sex stigum á eftir toppliði PSG.
Liverpool gengur vel án Minamino en liðið er aftur komið í titilbaráttuna á Englandi eftir brösugt gengi á síðustu leiktíð.