Phil Bardsley, fyrrum knattspyrnumaður fær á baukinn fyrir það að taka upp myndband af syni sínum sem hann virtist vera að sápuþvo.
Það var þekkt aðferð í gamla daga að sápuþvo munninn á ungi fólki þegar það var með kjaft.
Phil og eiginkona hans Tanya voru í stuði á heimili sínu þar sem Phil var að halda syni þeirra í gólfinu og virtist sápuþvo munninn hans.
Netverjar voru margir reiðir yfir þessu áður en hjónin útskýrðu að þetta hefði verið sprell og sápan hefði ekki verið notuð í munn drengsins.
Bardsley lék lengi vel hjá Manchester United en fór síðan til Sunderland, Stoke og Burnley.