Sir Jim Ratcliffe mun ganga frá kaupum á 25 prósenta hlut í Manchester United í næstu viku, kaupin ganga þá í gegn eftir langt ferli.
Ratcliffe borgar 1,25 milljarð punda og mun því eiga félagið með Glazer fjölskyldunni.
Ratcliffe mun að auki setja 245 milljónir punda til að laga æfingasvæði og heimavöll félagsins.
Glazer fjölskyldan hefur ekki viljað setja peninga í þau mál og hafa fengið mikla gagnrýni fyrir það.
Kaupin á Ratcliffe eiga að ganga í gegn rétt fyrir heimsókn United til Liverpool á Anfield og þar gæti Ratcliffe mætt í stúkuna sem einn af eigendum félagsins.