West Ham hefur boðið 4,5 milljón króna fyrir aðila sem vita eitthvað um innbrot á heimili Kurt Zouma, varnarmanns félagsins.
Zouma og eiginkona hans voru heima hjá sér í London ásamt börnunum sínum fjórum þegar glæpagengi réðst inn á heimili þeirra.
Fjölskyldan var sofandi þegar þjófarnir ruddust inn en þeir tóku skartgripi og fjármuni sem metnir eru á 17 milljónir króna.
Fjölskyldan býr í Essex hverfinu í London en lögreglan hefur varað nágranna við að þarna hafi reyndir menn verið að verki.
West Ham vill finna þá sem voru að verki og býður þeim sem geta veitt góðar upplýsingar því 25 þúsund pund.
Zouma treysti sér ekki til að spila með West Ham á sunnudag vegna atviksins.