Paul Heckingbottom hefur verið rekinn frá Sheffield United. Félagið staðfestir þetta en fréttirnar hafa legið í loftinu.
Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 5 stig eftir fjórtán leiki. 5-0 tap gegn Burnley var síðasti naglinn í kistu Heckingbottom.
Heckingbottom kom Sheffield United upp í úrvalsdeildina í vor en var ekki langlífur í deild þeirra bestu.
Chris Wilder mun taka við Sheffield United á nýjan leik en hann hefur áður gert góða hluti með liðið í úrvalsdeildinni.