Reyndir leikmenn Manchester United efast um Erik ten Hag vegna þeirra leikmanna sem hann hefur fengið til félagsins, hafa þeir ekki náð að styrkja liðið mikið.
Ten Hag hefur eytt um 400 milljónum punda í leikmenn en þar má nefna Rasmus Hojlund á 72 milljónir punda, Antony á 82 milljónir punda og Mason Mount á 60 milljónir punda.
Andre Onana kostaði sitt þegar hann kom frá Inter í sumar og Wout Weghorst sem kom á láni í janúar eru á meðal þeirra sem nefndir eru.
Allt eru þetta leikmenn sem hafa litlu sem engu bætt við lið United en krísa virðist vera hjá United þessa dagana.
Ten Hag virðist vera valtur í sessi og sagði í fréttum í gær að allt að 50 prósent af klefanum hjá United búnir að missa trúna á Ten Hag.