David De Gea er orðaður við Newcastle þessa stundina en það verður ekki nóg að sannfæra bara hann um að flytja til Norður-Englands.
Talið er að eiginkona spænska markvarðarins, Edurne Garcia, vilji helst búa í heimalandi þeirra en þau eiga litla dóttur saman. Telegraph segir frá þessu.
Þá er talið að hún hafi þvertekið fyrir það að flytja til Sádi-Arabíu þegar De Gea fékk tilboð þaðan.
De Gea hefur verið án félags frá því samningur hans við Manchester United rann út í sumar. Auk Newcastle hefur hann til að mynda verið orðaður við Real Betis í heimalandinu.