Það hefur verið mikið fjallað um slaka mætingu á leiki í sádiarabísku deildinni á þessari leiktíð þrátt fyrir að haugur af stórstjörnum hafi mætt í deildina á árinu.
Þó svo að Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Neymar hafi mætt í deildina á árinu hefur mætingin á suma leiki verið hreint herfileg.
Enskir miðlar fjalla nú um að aðeins 264 hafi mætt á leik Al Riyadh og Hazm á föstudag. Spilað var á Prince Faisal bin Fahd leikvanginum sem tekur rúmlega 22 þúsund manns í sæti.
Þetta er þó ekki versta mætingin í Sádí á tímabilinu því aðeins 133 mættu á leik Al Riyadh gegn Al Okhdood.