Anderson, fyrrum miðjumaður Manchester United, er ansi breyttur í dag.
Brasilíumaðurinn gekk í raðir United árið 2007 frá Porto. Þá var hann 19 ára gamall.
Anderson eyddi átta árum hjá United og var hluti af glæstu liði sem vann úrvalsdeildina fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni, svo eitthvað sé nefnt.
Nú er Anderson 35 ára gamall og það er óhætt að segja að hann sé ekkert líkur sér frá tímanum sem leikmaður.