fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Mál Eddu Bjarkar – Vilji drengjanna einn dugi ekki til en takmarkaða umgengnin mögulega mannréttindabrot og refsiaðgerð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. desember 2023 20:19

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Eddu Bjarkar Arnardóttur var til umræðu í Kastljósi í kvöld þar sem lögmaðurinn Þyrí Steingrímsdóttir sat fyrir svörum, en hún hefur gætt hagsmuna foreldra sem annars vegar hafa brottnumið barn frá forsjáraðila sem og lent í því að barn er rænt úr þeirra umsjón.

Eins og þekkt er orðið þá hefur Edda Björk verið framseld til Noregs þar sem hún situr nú í gæsluvarðhaldi og bíður þess að svara til saka fyrir barnsrán. Það var í mars á síðasta ári sem hún sótti syni sína til Noregs á einkaflugvél og flutti þá til Íslands í óleyfi barnsföður sem fór með fulla forsjá.

Edda hafði misst forsjá yfir drengjunum eftir að hún hafði ekki skilað þeim aftur til Noregs eftir umgengni á árinu 2019, en þá var barnsföður veitt full forsjá og Eddu Björk dæmdur mjög takmörkuð umgengni, eða 16 klukkustundir á ári, undir eftirliti og mátti hún aðeins ræða við drengina á norsku þrátt fyrir að móðurmál drengjanna sé íslenska.

Ber að afhenda börnin

Þyrí segir að mál sem þessi séu alltaf erfið, hér sé horft til þess að börn hafi verið tekin úr því landi þar sem þau eiga lögheimili, þvert á vilja forsjáraðila þeirra. Um þetta gildi alþjóðlegar reglur sem Ísland hafi skuldbundið sig til að fylgja.

Því hafi Íslandi að meginreglunni til borið að afhenda börnin aftur til Noregs, enda sé það heimaland þeirra í lagalegum skilningi, þó báðir foreldrar séu íslensk að uppruna.

Mál að þessu tagi séu ekki algeng en frá stofnun Landsréttar 2018 hafi 20 mál varðandi brottnám barna komið fyrir dóm og af þeim hafi í 16 tilvikum verið niðurstaðan að börnum ætti að skila til forsjáraðila.

Undantekningar frá þessari meginreglu eru túlkaðar þröngt í framkvæmd, en í þeim málum þar sem undantekning þótti eiga við hér á landi þá var það helst vilji barnanan sem hafði áhrif.

Edda Björk hafi lýst því yfir að drengirnir hafi engan áhuga á því að búa í Noregi og vilji vera hjá henni. Þyrí bendir á að vilji drengjanna hafi verið kannaður í forsjármálinu í Noregi og þá hafi þeir sagt að þeir vilja búa með móður, en hefðu ekkert á móti því að búa með föður.

Ekki nóg að vilja frekar búa með mömmu

Þyrí segir að í þessu tilviki sé ekki um mjög afgerandi viljayfirlýsingu að ræða, en dómarar þurfi eins að meta vilja barna í stærra samhenginu og þá

„Það að meta vilja barna í dómsmálum er vandasamt og vissulega eiga börn rétt á því að það sé hlustað á þeirra skoðanir og fyrst og fremat að þau fái að tjá sig.“

Viljinn sé þó aðeins einn þáttur í máli sem beri að meta í stærra samhenginu.

„Viljinn þarf að vera dálítið sterkur og eindreginn og það þarf að vera jafnvel hræðsla eða frásagnir barnanna af ofbeldi eða eitthvað svona alvarlegt sem liggur undir en það að barn segi – ja ég vil frekar vera hjá mömmu en pabba eða mig langar að vera meira hjá mömmu en pabba – það eitt og sér dugar ekki til.“

Þyrí vekur eins athygli á því að upprunalega hafi Edda Björk farið með sameiginlega forsjá drengjanna ásamt barnsföður en það hafi breyst eftir að hún hélt þeim frá Noregi í fyrra skiptið. Vissulega megi horfa á takmarkaða umgengni sem henni var dæmd sem refsiaðgerð gegn henni, sem sé mögulega brot á mannréttindum barnanna, en Þyrí ítrekað að hefði Edda Björk skilað þeim eftir samkomulagi, þá væri staðan líklega önnur.

Nú sé Edda í gæsluvarðhaldi og megi alveg velta fram spurningunni hvort að framkvæmd handtöku og framsals hafi verið harkalegri en tilefni var til. Þó beri að líta það í því samhengi að hér er Edda ákærð í annað sinn fyrir barnsrán.

Eftir standi eins að nokkuð sé liðið síðan vilji drengjanna var kannaður síðast og eru þeir í dag orðnir eldri. Edda Björk hafi þó leiðir til að fá þann vilja kannaðan úti í Noregi, leiðir sem ekki brjóta gegn lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?