ESPN birti athyglisverða grein á vef sínum í dag þar sem fram kom að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, væri að berjast við það að missa ekki klefann eins og sagt er.
United tapaði sínum tíunda leik á tímabilinu um helgina gegn Newcastle og þá eru erfiðir leikir framundan.
Leikmenn eru margir hverjir sagðir pirraðir á þjálfunaraðferðum Ten Hag og þá finnst þeim hann oft setja sig á of háan hest.
Sky Sports fjallaði einnig um málið í kvöld en þar kom fram að helmingur klefans væri búinn að missa þolinmæðina á hollenska stjóranum.
Samkvæmt ESPN ætlar Ten Hag að kalla í Lisandro Martinez til að koma inn á æfingasvæðið á ný til að reyna að létta andrúmsloftið.
Martinez er sagður einn helsti stuðningsmaður Ten Hag innan hópsins en þeir unnu saman hjá Ajax einnig.