James Maddison, leikmaður Tottenham, hrósar Declan Rice í hástert en segist ekki þola að hann spili með Arsenal.
Rice gekk í raðir Arsenal frá West Ham í sumar og hefur verið stórkostlegur en Maddison færði sig einmitt um set í sumar líka, fór frá Leicester til Tottenham.
„Hann hefur allt. Hann er svo góður tæknilega,“ segir Maddison um Rice, liðsfélaga sinn hjá enska landsliðinu.
„Hann er algjör toppleikmaður og ég hata að hann spili fyrir Arsenal.“
Rice hefur spilað alla leiki Arsenal í deild og Meistaradeild það sem af er leiktíð en liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og þegar komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.