AC Milan hefur áhuga á Jakub Kiwior, varnarmanni Arsenal, samkvæmt ítalska miðlinum Calciomercato.
Pólverjinn gekk í raðir Arsenal frá Spezia í janúar á þessu ári fyrir 20 milljónir punda en hefur meira og minna verið í aukahlutverki.
Milan vill því freista þess að lokka hann til Ítalíu á nýjan leik. Félagið á í vandræðum varnarlega en þeir Simon Kjaer, Pierre Kalulu, Mattia Caldara, Malick Thiaw og Marco Pellegrino eru meiddir.
Talið er að félagið muni reyna að fá Kiwior á láni með kaupmöguleika.
Arsenal er hikandi við að gleypa leikmanninum í burtu en sagt er að viðræður muni áfram eiga sér stað.