fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Reykjavík Cocktail Weekend

Kynning

Kokteilhátíð sem enginn vill missa af

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. febrúar 2016 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 3. – 7. febrúar næstkomandi. Hátíðin hefst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur til sunnudagsins 8. febrúar, þar sem henni lýkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó. Undankeppnir fara fram fimmtudaginn 4. febrúar og opnar Gamla bíó kl 19:00. Tómas Kristjánsson forseti Barþjónaklúbbsins segir viðburðinn verða vinsælli með hverju árinu enda mikið fjör og stemming alla helgina.

Íslandsmeistarinn keppir á heimsmeistaramóti í Tokyo

Barþjónaklúbbur Íslands var stofnaður árið 1963 en ári seinna hóf klúbburinn að etja saman barþjónum landsins í kokteilagerð. Vinningshafi hefur ávallt hlotið nafnbótina Íslandsmeistari barþjóna og keppt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna sem að þessu sinni fer fram í Tokyo í september.

Mynd: Sigurður Steinþórsson

Fjölbreyttir kokteilseðlar verða víðsvegar um Reykjavík

Fjölbreyttir kokteilseðlar verða víðsvegar um Reykjavík og munu staðirnir bjóða upp á kokteila á frábæru verði fram eftir kvöldi en um er að ræða kokteildrykki á aðeins 1.500 kr. til kl. 23:00 öll kvöldin dagana 3. – 7. febrúar. Auk þess munu allir helstu umboðsaðilar áfengra drykkja verða með kynningu á sínum vörum á meðan á keppni stendur í Gamla bíó og von er á góðri stemmningu í kringum viðburðina. „Því er um að gera að taka göngutúr um miðbæinn og skilja bílinn eftir því fjöldi góðra drykkja verða á boðstólnum,“ segir Tómas. Dómnefnd er skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands sem mun ganga á milli og smakka valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna og velja sex bestu drykkina sem keppa svo til úrslita á sunnudagskvöldið í Gamla bíó. Vinningsdrykkurinn hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2016.

Mynd: Sólrún Lilja Ragnardóttir

Erlendir sérfræðingar fræða um vínheiminn

Einnig mun Barþjónaklúbburinn bjóða upp á svokallað „Master Class“ á Center Hotel Plaza laugardaginn 6. febrúar milli kl. 14:00 og 19:00, en þar býðst gestum að smakka nokkrar tegundir af áfengi ásamt því að njóta fróðleiks frá þeim sem best til þekkja frá hverju umboði fyrir sig. „Fyrirlestrar verða í boði á þessum tíma og mun fjölbreytileikinn ráða ríkjum, þar sem að erlendir sem og innlendir gestafyrirlesarar koma og fræða okkur um vínheiminn,“ segir Tómas.

Galakvöld, uppistand með Önnu Svövu og ball með Dj Sigga Hlö

Á úrslitakvöldinu sunnudaginn 7. febrúar verður gala-kvöldverður í Gamla Bíó þar sem Anna Svava verður með uppistand og Dj Siggi Hlö mun halda fjörinu uppi með balli fram eftir nóttu. Það kostar 6.900 kr. á mann í matinn en 1.000 kr. sem koma eftir kl. 22:00.

Mynd: Sigurður Steinþórsson

Nánari dagskrá innan skamms á bar.is

„Það er von okkar að sem flestir láti sjá sig á Reykjavík Cocktail Weekend og njóti með okkur góðra veiga í bland við einstakan fróðleik, skál í boðinu!,“ bætir Tómas við. Aðgangseyrir er 1.000 kr. á forkeppnina á fimmtudeginum sem og á „Master Class“ á laugardeginum. Nánari dagskrá helgarinnar mun koma innan skamms á bar.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“